Færsluflokkur: Bloggar

hmmmm

Jæja það er orðið langt síðan síðast og mikið vatn runnið til sjávar og heil tvö kíló fokin síðan að ég skrifaði síðast á bloggið.Wink

Já mér er náttúrulega efst í huga að börnin mín búa núna öll í útlöndum og yngsta barnið mitt í annari heimsálfu.  Maður á tvö barnabörn og getur ekki tekið þá í fangið með því að skreppa í heimsókn, nei maður verður að fljúga yfir hafið annars vegar í 6 tíma flug eða tveggja tíma flug úff.Frown

Ég sakna þeirra hræðilega mikið, en hvað getur maður sagt, unga fólkið verður að stjórna sínu lífi eins og þau telja best.InLove

En snúum okkur að öðru. Ég ákvað að prufa að prjóna úr lopa og viti menn ég held að ég sé ofvirk í lopaprjónaskap. Þetta er svo skemmtilegt, maður er miklu fljótari að prjóna úr lopa og svo er hann svo margfalt ódýrari en annað garn.Happy

Svo fer ég tvisvar í mánuði í prjónakaffi í Fólkvangi og hitti skemmtilegar konur og flestar eru að prjóna sumar sauma út og einstaka hafa mætt með skrappið sitt.

 DSC02008    DSC02065    DSC02111   DSC02157  

 DSC02158    DSC02145   DSC02147

  


Að lofa sjálfum sér.

Ég var búin að lofa sjálfri mér því að lesa eitthvað eftir jólin t.d bækurnar sem ég fékk í jólagjöf.Blush

1. Í blóma lífsins eftir Aðalheiði og Guðfinnu og 2. Concerning the Spiritual in Art eftir Kandinsky.

Ég held næstum að ástandið hér og allstaðar annars staðar hafi þau áhrif að ég get ekki einbeitt mér og hlusta of mikið á fréttir, kastljós og allskonar fréttir og fréttaauka í útvarpi. Reyndar er ég  stolt af þjóðinni, þeim sem stóðu upp og sögðu hingað og ekki lengra við ráðamenn.  Íslendingar eru ekki vanir að mótmæla, þess vegna er þetta mikill sigur. Mér dettur í hug Lína Langsokkur sem gerði allt sem var fyrir utan gamlar hefðir. Er unga fólkið okkar dálitlir Línu langsokkar.Whistling

En í staðinn fyrir að lesa þá sit ég við skjáinn eða hlusta á útvarpið og föndra. Núna finnst mér ég kannski hafa ofgert mér - ég er bara búin að setja saman einar 16 jólakortadollur (skálar, körfur).Halo  Ég var rúmlega hálfnuð með peysu á Ágúst litla en hún hefur legið allan mánuðinn í plastpokanum og bíður eftir að ég haldi áfram, en þessu fer nú að linna með jólakortin. Kannski ég klári þá peysuna og byrji svo á jólasokknum sem Ágúst litli á að fá í jólagjöf á næstu jólum. Það mun þá vera sokkur númer 12 eða 13... já öllu má nú ofgera.GetLost

Hér koma svo myndir af dollunum og peysunum sem Hallveig fékk í jólagjöf og afmælisgjöf. Það var nefnilega svo hentugt að biðja pabba hennar að taka pakkana með sér út til Danmerkur þar sem þau ætluðu að hittast heima hjá Ágústi, Láru og litla Ágústi.Smile

DSC01129  Jolagjof%20fra%20mommu%5F2small[1]            DSC01229DSC01223  DSC01203

Ég var næstum því búin að gleyma bútasaumsdúknum sem ég saumaði í byrjun mánaðarins og tók fram yfir prjónaskapinn. Kannski væri sniðugt að fara á námskeið í bútasaum og læra þetta almennilega.Wink


Jólaföndur

Það er svo merkilegt hvernig maður kveður gamla árið og tekur á móti því nýja.

Ég til dæmis sest alltaf niður á einhverjum kósí stað á heimili mínu milli jóla og nýárs og fletti gömlum jólaföndurblöðum s.s. Bo bedre og Anna Burda til að finna eitthvað skemmtilegt til að föndra með eða til að fá hugmyndir, að einhverju til að skapa.

En að þessu sinni gerði ég það ekki, hugmyndin kom upp í hendurnar á mér á Þorláksmessu.

Á Þorláksmessu hitti ég skemmtilegar konur og snæði með þeim hádegisverð, þær borða allar skötu en ég læt mér nægja saltfisk. Ein af þessum skemmtilegu konum vinnur hjá SORPU og gefur okkur almanak fyrir næsta ár þegar við kveðjumst.

Og viti menn á öftustu síðu þ.e. desember er mynd af körfum (skálum) búnar til úr jólakortum.

Hér koma myndirnar af þessu skemmtilega föndri sem ég hef verið að dunda við síðustu 3 vikur.

Sjón er sögu ríkari.

DSC01174   DSC01176   DSC01178

Gömul jólakort sniðin til og saumuð saman.


Jólin koma

Lára Bryndís og Ísleifur litli koma heim til landsins á morgun.

Hlöðver Týr á afmæli í dag. Hann er 4 ára guttinn. Svo að ég fæ að hitta báða ömmustrákana mína á morgun.

 Hlöðver sagði um daginn er ég var að passa hann að ég mætti eiga pínulítið í honum, og hann sagði það svo sætt og blítt

Það verður gaman á jólunum að geta hitt börnin, en ég mun sakna Hallveigar, hún kemur ekki.

Eins og alþjóð veit þá er ég haldin þeirri áráttu að hafa gaman af að prjóna, en ég hef ekki sýnt myndir af barnafötunum. Best að bæta úr því hið snarasta.

c_documents_and_settings_lara_my_documents_my_pictures_gust_sleifur_018_ommurnar_okt_mmurnar_okt_021  i blarri peysu  hlodver tyr_2


Peysur

Af því að það er svo gaman og afslappandi að prjóna og allar prjónakonur hafa gaman af að skoða það sem aðrar prjónakonur eru að gera og hafa gert, þá ætla ég að sýna allar peysurnar sem ég á myndir af Joyful

DSC00776     DSC00780     DSC00784     DSC00833DSC00836

 

DSC00835     DSC00839     DSC00834     hallveig i gent 2


Prjóna, prjóna

Núna er lag að prjóna allar jólagjafirnar, enda hefur heyrst að garn seljist grimt - ætli maður verði að fara að hamstra garn... Shocking

Ég sem sagt byrjaði í ágúst að prjóna peysu á tengdadótturina sem átti afmæli snemma í okt., svo prjónaði ég tvenna háleista á dóttursoninn, og síðan aðra peysu sem Elísabet fékk í afmælisgjöf í gær - og enn verður prjónað því að nokkrir fá eitthvað fallegt í jólagjöf af prjónunum mínum.

Ég lofaði að setja inn myndir af nokkrum peysum og verður nú staðið við það loforð.

DSC00726   DSC00800   DSC00841   DSC00840

Lára Bryndís tekur sig vel út í nýju peysunni og ekkert síður í peysunni síðan 2004, nú og svo er Elísabet svona líka fín í rauðu peysunni sinni. Hosur er fljótlegt að prjóna, tekur eina kvöldstund og hægt er að fá garn sem er í mörgum litum Wink eins og sést á myndinni.


Danmörk

Ég skrapp til Danmerkur í vetrarfríinu; flaug út á fimmtudaginn var og kom heim á mánudaginn 27. okt.  Þar átti ég dásamlegar stundir með fjölskyldunni í Horsens. Smile

Ágústi Inga, sem ég sá lítið af, Láru Bryndísi og Ágústi Ísleifi. Þar var einnig hin amman Sigga og Elín systir Láru og dætur hennar Selma og Vala, já og ekki má gleyma Bjargeyju sem er vinkona allra.

En ætli maður fari svo nokkuð á næstunni, af ýmsum ástæðum, aðalega þjóðfélags ástæðum. GetLost

Að vísu eru þau að koma þann 9.nóv til að halda hjónatónleika í Langholtskirkju og svo aftur til að vera með okkur um jólin, gaman, gaman  Grin  vonandi kemur hún Hallveig þá líka frá Belgíu Joyful

DSC00816      DSC00739

Þetta er hann Ágúst Ísleifur 4 mánaða barnabarnið mitt í Danmörku.


Frétt af ungum manni

Ég verð að setja hérna inn myndir af tveimur Ágústum.  Sú fyrr er blaðagrein sem birtist í fréttablaði bæjarins Horsens í Danmörku um tilvonandi tónleika Íslenska organistans, Ágústar Inga Ágústssonar, sunnudaginn 12.Október kl 16 í Klosterkirken. 

Nú er bara um að gera að æfa dönskuna Smile

Ágúst Ingi 

agust+agust

Á seinni myndinni, sem var tekinn fyrr í haust, eru svo feðgarnir Ágúst Ingi og Ágúst Ísleifur alsælir saman.   


Túlipanar og hyasintur

Úff...það er aldeilis orðið ansi langt síðan síðast, en það þýðir ekki að hugsa um það.

Ég gróðursett fleiri túlipana- og hyasintulauka síðasta sunnudaginn, já ég er svo veik fyrir fallegum blómum Heart og svo fann ég líka lauka í búðinni sem koma seint upp og heita Britts íris.     

     scan0111g

    Já maður getur alltaf á sig blómum bætt, er það ekki... Wink

Nú og svo hef ég verið mjög dugleg að prjóna undan farnar vikur. Háleista á dóttursoninn, þ.e. eldra barnabarnið, og er byrjuð á þriðju peysunni fyrir jólin. Myndirnar af peysunum koma seinna í þessum mánuði.


Blóm

Eitt af mörgum áhugamálum mínum eru blóm. Mér finnst gaman að rækta blóm, setja niður fræ og bíða spennt eftir að það komi eitthvað upp úr moldinni, einnig hef eg ánægju af að fylgjast með afleggjurum koma til ýmist í vatni eða í votri mold.Smile

Nú og svo er nú ekki leiðinlegt að fara í Blómaval eða Garðheima og kaupa falleg blóm og tré í garðinn. Það liggur við að ég hafi farið fram úr sjálfri mér með blómakaupum í sumar. Ég keypti bara eitt tré í ár, rauðgreni og er það í stórum potti við dyrnar og í kringum það setti ég fallegar hengi plöntur. Svo eru það öll hin, stjúpur, glóbelíur, tóbakshorn, morgunfrúr, betlihemstjarna og eitthvað fleira sem ég man ekki hvað heitir.

 DSC00518 Hér er rauðgénið mitt

 DSC00519  DSC00520 Þetta blóm er mitt uppáhald, Betlihemstjarna.

Á mínum yngri árum saumaði ég mikið út í krosssaum og voru nær öll munstrin róisir eða önnur blóm.

Fyrir nokkrum árum kynntist ég svo konu sem kenndi mér að mála blómamyndir. Ég málaði yfirleitt landslagsmyndir eða abstrakt hér áður fyrr, en er ég sá þessar yndislegu blómamyndir þá var eins og ég hefði fundið það sem ég hafði leitað af allt mitt líf en vissi ekki að væri til svona alveg fyrir framan nefið á mér.InLove

Ég hef selt þó nokkrar og gefið aðrar í brúðkaupsgjafir, fermingagjafir og stórafmæli. Ég ætla að setja nokkrar myndir hér svo að fólk skilji hvað ég er að tala um.

DSC00110  scan0098  scan0108  scan0113  DSC00440

Stundum held ég að ég eigi of mörg áhugamál, en á móti kemur að mér leiðist aldrei. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband