Færsluflokkur: Bloggar
21.6.2008 | 19:57
Kisurnar hennar ömmu
Bloggar | Breytt 9.7.2008 kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 19:50
Hlöðver Týr
Hlöðver Týr er fyrsta barnabarnið mitt, og af því að ég á svo margar kisur fór hann að kalla mig ömmu kisu.
Uppáhalds kisan hans Hlöðvers er Frikki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 18:50
Bjórsmökkun í Belgíu
Hallveigunum var boðið út að borða ljúfengan kjúkling, og í miðri máltíð kom eigandinn og bauð okkur upp á ókeypis bjórsmökkun sem auðvitað var ekki hægt að neita ...enda í landi bjórsins!!
...mmm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 10:09
Ursulinenstraat
Jæja þá er ég komin til Gent í Belgíu. Eftir 13 tíma ferðalag á fimmtudaginn hitt ég Hallveigu í Brussel og þá tók við ein lestarferðin enn, sem tók rúman hálftíma.
Og það versta sem gat komið fyrir gerðist, ég gleymdi insúlíninu hjá Láru og Ágústi í Horsens og vissi ekki af því fyrr en ég fékk sms frá Láru. Hallveig fór með mér í apótek þar sem góð kona reddar mér um skamt þar til að ég fæ sendinguna frá Horsen. Lára Bryndís brást skjótt við og sendi insúlínið í hraðpósti (vonandi fékk hún ekki mikla samdráttarverki við þá aðgerð), ég er henni ákaflega þakklát.
Í gær fór ég með Hallveigu til Brussel að sjá tvær sýningar eða öllu heldur gjörninga, annan með plöntum sem voru tengdar við orkuskynjara og videó, og hinn sem við öndudum í grímur til að hreyfa marglittur sem syntu um á hvítum skjá. Og ég fór líka í fyrsta skipti í neðanjarðarlest (Metro).
Í dag ætlum við Hallveig að vera í rólegheitum heima. Hallveig var í strembnu prófi á fimmtudaginn og er dösuð eftir allt stressið og vinnuna fyrir prófið sem hún stóðs (auðvitað), húrra fyrir henni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2008 | 14:02
Lindeparken
Á þriðjudagskvöldið kom ég til Ágústar Inga og Láru Bryndísar eftir hálfgerðar hrakningar og mikla bið frá Köpen til Horsens. Á leiðinni milli Fredricia og Vejle hafði einhver kastað sér á teinana með þeim afleiðingum að það þurfti að selflytja hundruði mans í rútum frá Fredricia til Vejle, hef ekki heyrt hvernig fór með þann sem kastaði sér. En er ég kom á áfanga stað fékk ég dásamlegan grjónagraut að eigin vali og nýbakað brauð að hætti Láru bumbulínu læknisfrúar.
Síðan erum við búnar að vera á ferðinni, hún í hjólastól og ég ýtandi um allar trissur, flott líkamsrækt í Horsens. Ég velti því fyrir mér hvort kortin okkar séu ekki orðin svolítið heit, en þau ná þá að kólna í dag og á morgunn fyrir næstu törn þar sem veður er vott með sól inná milli eins og heima á Fróni og við sitjum heima og saumum. Það þarf að gera ýmislegt til að undirbúa komu ,,litla rassmusar" svo sem eins og að sauma blúndu á vögguna, falda lök og margt fleira, svo ég tali nú ekki um allan bleyjuþvottinn.
Núna bíð ég eftir að frúin segi mér hvað ég fæ gott að borða í kvöld. Maturinn hefur ekki verið neitt slor og veit ég að þeir sem þekkja til öfunda mig af að vera marga daga í mat hjá þeim eðal hjónum Ágústi Inga og Láru Bryndísi. Reyndar þá skrapp Ágúst til Íslands til að spila í brullöpi og skemmta sjálfum sér og öðrum. En hvað um það þá er frábært að vera hér gestur og tengdamamma.
Bloggar | Breytt 21.6.2008 kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)