Lindeparken

Á þriðjudagskvöldið kom ég til Ágústar Inga og Láru Bryndísar eftir hálfgerðar hrakningar og mikla bið frá Köpen til Horsens. Á leiðinni milli Fredricia og Vejle hafði einhver kastað sér á teinana með þeim afleiðingum að það þurfti að selflytja hundruði mans í rútum frá Fredricia til Vejle, hef ekki heyrt hvernig fór með þann sem kastaði sér. En er ég kom á áfanga stað fékk ég dásamlegan grjónagraut að eigin vali og nýbakað brauð að hætti Láru bumbulínu læknisfrúar.

Síðan erum við búnar að vera á ferðinni, hún í hjólastól og ég ýtandi um allar trissur, flott líkamsrækt í Horsens. Ég velti því fyrir mér hvort kortin okkar séu ekki orðin svolítið heit, en þau ná þá að kólna í dag og á morgunn fyrir næstu törn þar sem veður er vott með sól inná milli eins og heima á Fróni og við sitjum heima og saumum. Það þarf að gera ýmislegt til að undirbúa komu ,,litla rassmusar" svo sem eins og að sauma blúndu á vögguna, falda lök og margt fleira, svo ég tali nú ekki um allan bleyjuþvottinn.

Núna bíð ég eftir að frúin segi mér hvað ég fæ gott að borða í kvöld. Maturinn hefur ekki verið neitt slor og veit ég að þeir sem þekkja til öfunda mig af að vera marga daga í mat hjá þeim eðal hjónum Ágústi Inga og Láru Bryndísi. Reyndar þá skrapp Ágúst til Íslands til að spila í brullöpi og skemmta sjálfum sér og öðrum. En hvað um það þá er frábært að vera hér gestur og tengdamamma.Joyful  


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saelar saumakonur og velkomin a blog-id ammakisa

Eg var ad koma heim og nu get eg radid hvort eg bordi kisumat (Lax) Fridu og Sunnu til samlaetis, eda hvort eg lati hendur standa fram ur ermum og eldi eitthvad gott i gogginn

 Gangi ykkur vel med blunduna og verdi ykkur ad godu,

STORT KNUS fra Gent

Hallveig (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband