17.7.2008 | 16:00
Biðstofa
Þessi dagur byrjaði ágætlega. Ég vaknaði snemma og þá meina ég snemma kl.8:oo, átti nefnilega að mæta í sneiðmyndatöku kl 9:30 sem átti að taka fljótt af sem það og gerði, en er ég mætti þá var ég látin hafa líters brúsa af hvítum vökva og sagt að drekka á 15 mín. fresti í klukkutíma - og konan hvorki með handavinnu eða bók með sér. Það er nokkuð sem ég geri alltaf, en ætlaði víst að vera fljót í dag.
Er ég kom heim þá settist ég við tölvuna og ætlaði að vinna í henni smá og prenta myndir úr nýja fína fjölnota prentaranum mínum, en hann neitaði bara að gegna mér??? Stundum held ég að ef maður er nettengdur þá er njósnað um mann og allt gert til að eyðileggja fyrir manni.
... eða er ég kannski svona mikill klaufi að geta ekki prentað þrjú blöð úr nýja fína fjölprentaranum
Athugasemdir
Alveg er thad týpíst ad gleyma bók thegar madur tharf ad bída svona, og thú líka ný komin med allar thessar fínu baekur til ad lesa.
Jú og sama gildir um thessi blessudu taeki og tól okkar, thau virka thegar THAU vilja virka
Knús mamma mín!
Hallveig III (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.