7.8.2008 | 20:46
Fullt að gera
Það hefur verið svo mikið að gera að andinn og stuðið hefur verið allt annarsstaðar en hér við lyklaborðið svo að ég hef ekki reynt að skrifa neitt síðan Ágúst Ingi og Lára Bryndís komu til landsins með nýfæddan Ágúst Ísleif.
Þann 27.júlí var Ágúst Ísleifur skírður
og þann 4. ágúst fóru þau öll ásamt afa til Danmerkur.
Einhver hafði á orði að Lára væri stílbrot þar sem þrír Ágústar voru með henni á leið til Danmerkur, eiginmaður, sonur og tengdafaðir (hún hefði kannski átt að heita Ágústa ha ha).
Það var svo yndislegt að fá þau í heimsókn.
Hér eru nokkrar myndir frá skírnarathöfninni.
Annað í fréttum er að ég er að verða búin að lesa bækurnar eftir Arnald, og þá þarf að finna annan góðan íslenskan höfund, nú og svo auðvitað er ég alltaf að prjóna dúka. Mér tókst að klára fjóra litla dúka (í matardiska stærð) um helgina (seldir) og er núna byrjuð að prjóna löber fyrir konu úti í bæ.
Já alltaf fullt að gera
Athugasemdir
júhú madur er sko saetur!!!
mér finnst ég vera einstaklega lukkuleg fraenka ad eiga svona myndarlega fraendu eins og Hlödver Tý og Ágúst Ísleif!
Hallveig (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.