13.12.2008 | 00:25
Jólin koma
Lára Bryndís og Ísleifur litli koma heim til landsins á morgun.
Hlöðver Týr á afmæli í dag. Hann er 4 ára guttinn. Svo að ég fæ að hitta báða ömmustrákana mína á morgun.
Hlöðver sagði um daginn er ég var að passa hann að ég mætti eiga pínulítið í honum, og hann sagði það svo sætt og blítt
Það verður gaman á jólunum að geta hitt börnin, en ég mun sakna Hallveigar, hún kemur ekki.
Eins og alþjóð veit þá er ég haldin þeirri áráttu að hafa gaman af að prjóna, en ég hef ekki sýnt myndir af barnafötunum. Best að bæta úr því hið snarasta.
Athugasemdir
589/*+-+ Hæç!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! híhí... hún Friða er að hjálpa mér að skrifa klkllllllll úff, hún er í algjöru kelirófustuði núna
Þeir eru aldeilis myndarlegir frændurnir og í svona fallegum peysum frá ömmu kisu mikið ofboðslega sakna ég þeirra, ykkar!!
Takk fyrir jólasendinguna elsku mamma mín - pakkinn kom í dag, og alveg akkurat á passlegum tíma!
Innileg jóla- og saknaðarkveðja frá Gent,
Hallveig (útlagi/útlaga; er til kvenkyns orð yfir útlaga???)
Hallveig (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.