Að lofa sjálfum sér.

Ég var búin að lofa sjálfri mér því að lesa eitthvað eftir jólin t.d bækurnar sem ég fékk í jólagjöf.Blush

1. Í blóma lífsins eftir Aðalheiði og Guðfinnu og 2. Concerning the Spiritual in Art eftir Kandinsky.

Ég held næstum að ástandið hér og allstaðar annars staðar hafi þau áhrif að ég get ekki einbeitt mér og hlusta of mikið á fréttir, kastljós og allskonar fréttir og fréttaauka í útvarpi. Reyndar er ég  stolt af þjóðinni, þeim sem stóðu upp og sögðu hingað og ekki lengra við ráðamenn.  Íslendingar eru ekki vanir að mótmæla, þess vegna er þetta mikill sigur. Mér dettur í hug Lína Langsokkur sem gerði allt sem var fyrir utan gamlar hefðir. Er unga fólkið okkar dálitlir Línu langsokkar.Whistling

En í staðinn fyrir að lesa þá sit ég við skjáinn eða hlusta á útvarpið og föndra. Núna finnst mér ég kannski hafa ofgert mér - ég er bara búin að setja saman einar 16 jólakortadollur (skálar, körfur).Halo  Ég var rúmlega hálfnuð með peysu á Ágúst litla en hún hefur legið allan mánuðinn í plastpokanum og bíður eftir að ég haldi áfram, en þessu fer nú að linna með jólakortin. Kannski ég klári þá peysuna og byrji svo á jólasokknum sem Ágúst litli á að fá í jólagjöf á næstu jólum. Það mun þá vera sokkur númer 12 eða 13... já öllu má nú ofgera.GetLost

Hér koma svo myndir af dollunum og peysunum sem Hallveig fékk í jólagjöf og afmælisgjöf. Það var nefnilega svo hentugt að biðja pabba hennar að taka pakkana með sér út til Danmerkur þar sem þau ætluðu að hittast heima hjá Ágústi, Láru og litla Ágústi.Smile

DSC01129  Jolagjof%20fra%20mommu%5F2small[1]            DSC01229DSC01223  DSC01203

Ég var næstum því búin að gleyma bútasaumsdúknum sem ég saumaði í byrjun mánaðarins og tók fram yfir prjónaskapinn. Kannski væri sniðugt að fara á námskeið í bútasaum og læra þetta almennilega.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér finnst bùtasaumsdúkurinn mjög skemmtilegur hjá þér, já, nú er bara um að gera að skella sér á námskeið og gera stórt og hlýtt jólabútateppi fyrir næstu jól

Hallveig (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband