10.11.2009 | 20:45
hmmmm
Jæja það er orðið langt síðan síðast og mikið vatn runnið til sjávar og heil tvö kíló fokin síðan að ég skrifaði síðast á bloggið.
Já mér er náttúrulega efst í huga að börnin mín búa núna öll í útlöndum og yngsta barnið mitt í annari heimsálfu. Maður á tvö barnabörn og getur ekki tekið þá í fangið með því að skreppa í heimsókn, nei maður verður að fljúga yfir hafið annars vegar í 6 tíma flug eða tveggja tíma flug úff.
Ég sakna þeirra hræðilega mikið, en hvað getur maður sagt, unga fólkið verður að stjórna sínu lífi eins og þau telja best.
En snúum okkur að öðru. Ég ákvað að prufa að prjóna úr lopa og viti menn ég held að ég sé ofvirk í lopaprjónaskap. Þetta er svo skemmtilegt, maður er miklu fljótari að prjóna úr lopa og svo er hann svo margfalt ódýrari en annað garn.
Svo fer ég tvisvar í mánuði í prjónakaffi í Fólkvangi og hitti skemmtilegar konur og flestar eru að prjóna sumar sauma út og einstaka hafa mætt með skrappið sitt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.