Blóm

Eitt af mörgum áhugamálum mínum eru blóm. Mér finnst gaman að rækta blóm, setja niður fræ og bíða spennt eftir að það komi eitthvað upp úr moldinni, einnig hef eg ánægju af að fylgjast með afleggjurum koma til ýmist í vatni eða í votri mold.Smile

Nú og svo er nú ekki leiðinlegt að fara í Blómaval eða Garðheima og kaupa falleg blóm og tré í garðinn. Það liggur við að ég hafi farið fram úr sjálfri mér með blómakaupum í sumar. Ég keypti bara eitt tré í ár, rauðgreni og er það í stórum potti við dyrnar og í kringum það setti ég fallegar hengi plöntur. Svo eru það öll hin, stjúpur, glóbelíur, tóbakshorn, morgunfrúr, betlihemstjarna og eitthvað fleira sem ég man ekki hvað heitir.

 DSC00518 Hér er rauðgénið mitt

 DSC00519  DSC00520 Þetta blóm er mitt uppáhald, Betlihemstjarna.

Á mínum yngri árum saumaði ég mikið út í krosssaum og voru nær öll munstrin róisir eða önnur blóm.

Fyrir nokkrum árum kynntist ég svo konu sem kenndi mér að mála blómamyndir. Ég málaði yfirleitt landslagsmyndir eða abstrakt hér áður fyrr, en er ég sá þessar yndislegu blómamyndir þá var eins og ég hefði fundið það sem ég hafði leitað af allt mitt líf en vissi ekki að væri til svona alveg fyrir framan nefið á mér.InLove

Ég hef selt þó nokkrar og gefið aðrar í brúðkaupsgjafir, fermingagjafir og stórafmæli. Ég ætla að setja nokkrar myndir hér svo að fólk skilji hvað ég er að tala um.

DSC00110  scan0098  scan0108  scan0113  DSC00440

Stundum held ég að ég eigi of mörg áhugamál, en á móti kemur að mér leiðist aldrei. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikid eru blómin thín falleg mamma mín - thau dafna ekki alveg jafn vel hjá mér, mig grunar ad ég hafi ekki fengid 'graenu' fingurna thína med í vöggugjöf  

Hallveig (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband