Fullt að gera

Það hefur verið svo mikið að gera að andinn og stuðið hefur verið allt annarsstaðar en hér við lyklaborðið svo að ég hef ekki reynt að skrifa neitt síðan Ágúst Ingi og Lára Bryndís komu til landsins með nýfæddan Ágúst Ísleif. Joyful

Þann 27.júlí var Ágúst Ísleifur skírður Smile
og þann 4. ágúst fóru þau öll ásamt afa til Danmerkur. Crying

Einhver hafði á orði að Lára væri stílbrot þar sem þrír Ágústar voru með henni á leið til Danmerkur, eiginmaður, sonur og tengdafaðir (hún hefði kannski átt að heita Ágústa ha ha). Grin

Það var svo yndislegt að fá þau í heimsókn. Joyful

Hér eru nokkrar myndir frá skírnarathöfninni.

DSC00530  DSC00538 

DSC00579  Er maður ekki sætur !! 

Annað í fréttum er að ég er að verða búin að lesa bækurnar eftir Arnald, og þá þarf að finna annan góðan íslenskan höfund, nú og svo auðvitað er ég alltaf að prjóna dúka. Smile  Mér tókst að klára fjóra litla dúka (í matardiska stærð) um helgina (seldir) og er núna byrjuð að prjóna löber fyrir konu úti í bæ. 

Já alltaf fullt að gera Smile


Garður 2

Ja hérna í gærkvöldi er ég kom heim þá var kominn veggur sem skilur að garðinn minn og nágrannans.Wink

 Veggur sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi, engir hundar komast yfir í garðinn minn til að gera stórt á grasið mitt og kisurnar una sér vel í örygginuJoyful

 

DSC00513  DSC00514


Garður

Eins og margir vita þá bý ég í litlu sætu húsi á Kjalarnesinu.  Á bakvið þann endann sem sést ekki frá götunni er lítill sætur garður (grasið er t.d. ekki nema 12 ferm).

 DSC00265   DSC00272

Í morgun er ég vaknaði þá heyrði ég mikinn skarkala fyrir utan og er ég kom út þá var Sigurður og Lilja konan hans að setja niður staura því að þau ætla að setja upp vegg sem skýlir mér fyrir næstu nágrönnum og hundum og þá geta kisurnar mínar verið rólegar úti. Smile

Jú og það á líka að setja lítinn pott í garðinn á morgun. Wink

Framkvæmdirheitur pottur Það koma svo fleiri myndir seinna. Happy


Barnabarn

Jæja þá eru Danverjar komnir heim í 17 daga heimsókn. Ágúst Ísleifur er alveg dásamlegur, lítill, sterkur og kraftmikill.  Maður verður alltaf jafn hissa er maður sér þessi litlu kríli, hvað þau eru mikils megnug W00t        

 

 DSC00500      DSC00499DSC00502                    

.DSC00498


Biðstofa

Þessi dagur byrjaði ágætlega. Ég vaknaði snemma og þá meina ég snemma kl.8:oo, átti nefnilega að mæta í sneiðmyndatöku kl 9:30 sem átti að taka fljótt af sem það og gerði, en er ég mætti þá var ég látin hafa líters brúsa af hvítum vökva og sagt að drekka á 15 mín. fresti í klukkutíma - og konan hvorki með handavinnu eða bók með sér. Angry  Það er nokkuð sem ég geri alltaf, en ætlaði víst að vera fljót í dag. Pinch

Er ég kom heim þá settist ég við tölvuna og ætlaði að vinna í henni smá og prenta myndir úr nýja fína fjölnota prentaranum mínum, en hann neitaði bara að gegna mér???  Stundum held ég að ef maður er nettengdur þá er njósnað um mann og allt gert til að eyðileggja fyrir manni. Bandit 

... eða er ég kannski svona mikill klaufi að geta ekki prentað þrjú blöð úr nýja fína fjölprentaranum  Blush                      

scan0087 

Myndir

Mér datt í hug að setja inn nokkrar myndir úr ferðinni.

  DSC00324  

                                       

 í sólinni í Danmörku!

  DSC00363 DSC00453 DSC00457 DSC00473

í góðum félagskap í Gent :)

DSC00482

á heimleið með flugi frá Eindhoven í Hollandi.


Heimferð

Það hefur verið mikið að gera síðan ég kom heim úr 17 daga ferðalagi um meginland Evrópu. Fyrst var hvíld og heimsókn til þess barns sem er ennþá hér heima á gamla Fróni þ.e. Elísasabetar og fjölskyldu.

Svo passaði ég Hlöðver Tý í þrjá daga frá 9 - 16 og áttum við skemmtilegar stundir,  hann verður ákveðinn drengurinn sá, því komst ég vel að og ekki nema gott um það að segja.

Svo var hringt í mig frá leikskólanum hans Hlöðvers Týs og var beðin um að taka að mér störf matráðar sem ég og gerði. Sú vinna stóð yfir í eina og hálfa viku og gekk vel. Núna er leikskólinn lokaður og allir í fríi.

Og þá tók við leti, prjónaskapur, sjónvarpsgláp og bókalestur.  Arnaldur er efstur á lista í augnablikinu. Ég las Grafarþögn er ég dvaldi hjá Ágústi og Láru, náði þó ekki að klára hana þar svo að ég tók hana með mér gat klárað í lestarferðinni frá Horsens til Brussel sem tók (aðeins!!) 13 klukkustundir + tæpa klst. til Gent  Smile Shocking Sleeping Whistling 

Ég var byrjuð að prjóna dúk handa Ágústi og Láru áður en ég kom til Danmerkur 10.júní, en tók mér að vísu pásu dagana sem ég var hjá Hallveigu, sem voru 8 dagar, en mér tókst loks að klára hann síðastliðinn sunnudag 13.júlí.

Ég fór á bókasafnið í gær og fékk lánaðar þrjár bækur sem ég ætla að klára fyrir 15.ágúst er skólastarfið í Klébergskóla byrjar.  Þessar bækur heita Röddin, Synir duftsins og Vetrarborgin.  Ég er búin að lesa Mýrina, og sjá myndina nokkrum sinnum, Kleifarvatn, Napóleonsskjölin, Betty, sem er óvænt og í lokin er maður svo gáttaður að það er eins og maður hafi verið sleginn í andlitið með blautri tusku, og svo einnig Konungsbók.

Ég er sérstaklega hrifin af sagnfræðilegum skáldverkum.  


Adsl nettenging

Jæja þá er ammakisa orðin almennilega nettengd með Adsl og alles tónskáldinu til mikillar gleði og þá ættu nú að fara að birtast myndir af handavinnu, málverkum og barnabörnum.

Eins og hefur komið fram þá er Ágúst Ísleifur fæddur, hann er rétt rúmlega þriggja vikna og pabbinn varð 34 ára í gær 15.júlí.

Ég er búin að prjóna fína dúkinn sem á að vera húsgjöf handa Ágústi og Láru og hér kemur mynd af dúknum 

DSC00497

Í Gent...

Núna er ég búin að vera sex daga hjá Hallveigu dóttur minni og við erum búnar að ganga mikið (og stundum hlaupa) um þessa gömlu fallegu borg. Við erum búnar að skoða gamlar kirkjur, kastala og kíkja inn á nokkrar listasýningar, nú og smakka á hinu fræga Belgíska súkkulaði Heart (...það er hættulega gott).

ammakisa i gent_1ammakisa i gent_2

 ammakisa i gent_3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í gærkvöldi fengum við upphringingu frá Ágústi Inga þar sem hann tjáði okkur að sonur hans, Ágúst Ísleifur, væri fæddur Happy (mynd kemur von bráðar).  Og vorum við mæðgur afar kátar yfir fréttinni og óskum við þeim hjónum í Horsens innilega til hamingju!

  

 


Brjálaða heklukonan!

Það er hægt að dunda sér við ýmislegt annað í útlöndum en búðarráp. Til dæmis notalegar stundir með fjölskyldunni sem býr í útlöndum, sitja og spjalla,hlusta á góða tónleika í stofunni að Lindeparken 3, og láta hendur standa fram úr ermum, þ.e.a.s. að hekla nokkra dúka (og prjóna líka Wink) heima hjá tónskáldinu í Belgíu.

stofutónleikar_1 stofutónleikar_2

hekladir dukar_1hekladir dukar_2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband